Júú það finnst mér nú! Ég meina auðvitað er kallinn kominn á aldur, miðað við hverskonar undur hann hefur verið síðustu ár, unnið þessa fjóra NBA Champions titla, Rookie of the year, verið MVP árið 2000 og fleira sem er óþarfi að nefna, en þó er hann ennþá að skila þessu: (tilvitnun í mbl.is)
Han skoraði 18 stig að meðaltali á síðustu leiktíð og tók 8,4 fráköst en hann náði að leika 75 leiki af alls 82 í deildarkeppninni sem þykir fréttaefni. Shaq hefur ekki náð slíkum tölum frá tímabilinu 1999-2000.
Hann er stöðugt að reyna að bæta sig og hefur líka verið að hitta betur úr vítum uppá síðkastið. Hann var líka valinn í stjörnuliðið 2008 í 15 skipti, og í þokkabót deildi hann All-Star MVP-inum með Kobe, og er enn í dag sami hrútur sem að þyrstir í annan titil. Ég get ekki betur séð en hann sé bara á góðri leið með að leiða Cleveland til sigurs þar sem að veikleiki þeirra lá í slökum center.