Houston voru búnir að taka 15 í röð þegar Yao meiddist og voru eflaust margir sem afskrifuðu þá með þeim meiðslum. Gamli jálkurinn Dikembe Mutumbo hefur hins vegar reynst betri en enginn í miðherja stöðunni í fjarveru Yao. Sá sem hefur þó sennilega skipt mestu máli er Tracy McGrady, T-Mac, en hann setti 41 stig í leiknum á móti Hornets. Annars hefur liðið verið að spila mjög vel saman og meðan þeir halda því áfram ættu þeir að geta haldið áfram að bæta sigrum í sarpinn.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _