Þoli ekki þegar menn tala um að Stat væri ekkert án Nash. Vissulega er S.Nash að koma með frábærar sendingar á hann á silfurfati, en oftast þegar Stat fær boltann þá er hann með mann fyrir framan sig og þarf einhvern veginn að koma boltanum ofan í, hann gerir það jafnvel með því að troða boltanum í andlitið á andstæðingnum, eða jafnvel kemur með turn around shot og boltinn fer niður. Það tala vissulega margir um að D.Howard sé besti Centerinn í dag, vegna þess hversu sterkur hann er, með mikinn sprengikraft og hvernig hann dominatear teiginn, en getur hann tekið midrange skot með mann fyrir framan sig, eða getur hann tekið turn around skot með mann í bakinu? Ekki séns, mun líklegra að hann geri airball. En hinsvegar getur Amare gert þetta allt, Amare er orðinn enn betri körfuboltaleikmaður eftir þessar 2 aðgerðir, hann er nautsterkur, reyndar er Howard sterkari en Stat er engu að síður nautsterkur, stat hefur einnig mikinn stökkkraft, og getur dominateað alla centera í deildinni í dag, Stat er einfaldlega of fljótur fyrir flest alla centera í dag. Einnig er Amare Stoudemire með mjög gott mid range skot, gott turn around skot, góða vítanýtingu og mikinn sprengikraft, gerist ekki mikið betra. Tölfræði Amare úr síðustu 3 leikjum líta svona út; 30 stig, 15 fráköst, 4 varin skot á 24 Mín takk fyrir, í næsta leik 28 stig, 10 fráköst, 5 varin skot, 2 stoðsendingar á 26 mín og í leiknum í gærkvöldi við Sacramento var hann með 31 stig, 17 fráköst og 3 varin skot, hreint útsagt frábær tölfræði, sérstaklega miðað við mínuturnar sem maðurinn er að spila, ef hann væri að spila 40 mín í leik væri hann væntanlega alltaf í kringum 40 stigin, og 15-20 fráköst. Þeir sem segja að hann væri ekkert sérstakur án Nash, hafa greinilega ekki fylgst nægilega mikið með þessum manni, klárlega besti centerinn í dag ásamt Howard, en mér finnst Stat örlítið betri, Howard er enn svolítið ryðgaður sóknarlega!