Nú um næstu helgi fer fyrsta túrnering 11.flokks fram og mun A riðillinn vera spilaður í Njarðvík. Leiktíðarlok í fyrra komu á óvart er Þór knúði fram sigur á ÍRingum og lentu í 2 sæti eftir tap fyrir Jóhanni Ólafssyni og félögum. Einnig féll Valur í B-riðil og komst ekki í úrslit.
En nú er nýtt tímabil að hefjast og eru riðlarnir nú aðeins þrír og fjögur lið í hverjum riðli.Og í A riðli mætast Þór,Valur,ÍR og Njarðvík(íslands og bikarmeistarar). ÍRingar duttu út með skell í fyrra af þór og hafa þeir tvíeflt sig nú í vetur með tilkomu nýrra leikmanna þeirra Þórðs Willardssonar frá Þór A, Baldur Freyrs frá Stjörnunni, Hauks frá Breiðablik og einn besta frákastara landsins Skúla Ingiberg frá Reykdælum. Einnig hefur Valur fengið bút af Reykdælingum og er Unnar kominn til Vals. Jóhann og félagar í Njarðvík gera atlögu að titlinum en spurning er hvort að þetta ár sé undantekning og hvort að ÍR og fleiri lið steli titlinum.
Allir að fylgjast með spennandi móti í vetur

Sjáumst