Núna fer að styttast í að Koby Bryant fari að detta úr leik. Lakers hafa ekki nógu gott lið til þess að fara alla leið. Sacramento hefur frískara lið og getur spilað fjölbreyttari bolta.
Það er líka leiðinlegt að horfa á lakers leikina. Það er miklu skemmtilegra að horfa á Boston-New Jersey. Lakers leikirnir bjóða alltaf upp á það sama. Nokkrar Shaq troðslur, einkaflipp hjá Bryant, óskiljanlega leiðinlegar grettur Bryant, Fisher með nokkrar 3ja og horry með nokkrar 3ja. Enda munu þeir detta úr leik. Eru kannski allir ástfangnir af Koby Bryant? Hreyfingar hans eru ekki tignarlegar, þær eru tilviljunarkenndar. Hann gæti verið miklu betri leikmaður ef hann hefði sömu sjálfsstjórn og jordan. Leikur hans var tignarlegur og Bryant á ekki heima í umræðum tengdum Jordan. Bryant hefur alla hæfileika til að vera miklu betri en eyðileggur það með óskiljanlega asnalegum mistökum inn á milli. Hann er pirrandi leikmaður, hálfgerður asni.