Okey ég var að koma heim að leiknum, og djöfulsins snilld, einn besti körfubolta leikur sem ég hef séð ( ég horfi ekki á NBA eða eitthvað þannig stúss ). En það var eitt sem gerðist í leiknum eða tvennt sem mig langar að spyrja ykkur hvort það sé eðlilegt.
Í fyrsta lagi, þá er Helgi laminn niður og dómarinn dæmir ekki og við létum dómarann heyra það vel allan fyrrihálfleikinn eftir þetta og svo í hálfleik, þá gerist það að Teitur þjálfari njarðvíkur er að taka möppuna sína af bekknum og skokkar inn í klefa og kallar Fuck off, heyrði það ekki, en maður þarf að vera blindur til að geta ekki lesið af vörum hans enda ekki flókið orð. Svo var það eftir leik þar sem gæjinn númer #14 hjá Njarðvík sem e´g veit ekkert hvað heitir, en hann amk færði okkur íslbikarinn heim í fyrra með að klúðra loka körfunni, en amk hann er að fara þjálfa einhvern flokk þarna beinnt eftir leikinn og við erum þarna enþá að syngja í Bragganum þeirra, og erum að syngja 3,2,1 oooooo, en það lag var gert eftir úrslitaleikinn í fyrra þar sem hann klúðraði í lokinn. Eins og ekkert sé venjulegra þá hættir hann að tala við strákana sem hann var að þjálfa og gefur okkur puttan upp í stúku. Er þetta svona eðlilegt þarna í “ Drulluvík ” eða? Menn bara beita Fokk off orðinu og puttanum bara óspart?
Ætlaði bara að fá ykkar álit á þessu, kunna menn ekki að tapa og þola ekki smá kyndingar í lok leiks?