Já það fer að stittast í stjörnuleikshelgina. Þar hefur stjörnuleikurinn verið það vinsælasta en þar skammt á eftir er troðslukeppnin. En ég ætla ekki að fara tala um það, heldur las ég það á nba.com að Dwight nokkur Howard ætlaði að láta sjá sig aftur í keppninni. Ég er meira en mikið ánægður með það. En hann er nú ekki að fara keppa við eitthverja aumingja heldur keppir hann á móti Gerald Green sem vann í fyrra, Rudy Gay sem er búinn að vera að troða mjög skemmtilega í vetur ásamt Jamario Moon sem er all svakalegur hoppar ekkert smá hátt. En mér langar að vita hvað ykkur finnst um þetta. Hefðuð þið viljað sjá eitthverja aðra í keppninni eins og Andre Iguodala? Hver á eftir að vinna?
að lokum langaði mér að senda eitt myndband af Jamario Moon ná einu gullfallegasta frákasti sem ég hef séð. þar getum við augljóslega séð hvað drengurinn hoppar hátt: http://youtube.com/watch?v=7XT8xplDccE