Hvaða riðli ert þú eiginlega að dæma í? Ég er að spila í 2.deildinni og hef einnig dæmt nokkra leiki og þetta hafa lang oftast verið skemmtilegir leikir. Það er að sjálfsögðu alltaf eitt og eitt fífl sem rífst og skammast í dómaranum en það er líka svoleiðis í 1.deildinni, úrvalsdeildinni, kvennakörfunni og öllum öðrum hópíþróttum.
Þetta hafa allaveganna verið skemmtilegir leikir í mínum riðli, enda eru flestir þarna til að hafa gaman af þessu, þannig að ég er ósammála þér um að 2.deildinn sé leiðinleg. Hins vegar er það alveg satt að 1.deildin er frábær og það hefur ekkert eyðilagt skemmtunina hvað það eru fáir kanar í deildinni, þvert á móti.
If you don´t like your job, you don´t strike….you just go in everyday and do it really half-assed. Thats the American way - Homer Simpson