Já ég hef tekið þátt í nokkrum streetball mótum en þau voru ekki svona stór, ekki KKÍ og Valtýr Björn hehe. Annars þekki ég fáa (eiginlega enga) körfuboltadudes á höfuðborgarsvæðinu nógu vel til að hringja í og spurja hvort þeir séu til í að setja saman lið, svo ég held ég verði bara að fylgjast með ef ég kemst.
Bætt við 20. júní 2007 - 12:43
veit ekki hvort þú hefur spilað á Miklatúni en það er oft troðfullt af fólki og svo er bara skipt í lið og spilað. Stundum koma gaurar á bílunum sínum upp að vellinum sjálfum og spila tónlist, mjög góð stemning.
Svo ef það á að halda streetball mót þarna sem KKÍ er að auglýsa og Egils, Reebok og X-ið 977 koma að þessu þá býst ég fastlega við því að þetta verður eitthvað alvöru.