„Þetta er með bestu leikjum sem ég hef tekið þátt í. Við vorum svæðisvörn í lok leiksins þar sem við vorum í villuvandræðum. Við toppum alltaf á réttum tíma,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR m.a. í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.
„Ég trúi því að mínir menn mæti með réttu hugarfari í næsta leik. Við náðum ekki að stoppa þá í varnarleiknum í fjórða leikhluta. Þeir skoruðu of mikið og varnarleikurinn varð okkur að falli,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.
Tyson Patterson skoraði 30 stig fyrir KR en Jeb Ivey skoraði 19 stig fyrir Njarðvík líkt og Brenton Birmingham.
Lokakafli leiksins var æsispennandi og náðu KR-ingar að snúa við blaðinu á síðustu þremur mínútum leiksins.
Brenton Birmingham missti boltann þegar 2 mínútur voru eftir í stöðunni 86:86.
Jeremiah Sola skoraði og kom KR í 88:86 en hann hafði þá skorað 6 stig í röð.
Jóhann Ólafsson fékk tvö vítaskot fyrir Njarðvík þegar 1:19 mínútur voru eftir. Jóhann skoraði úr öðru skotinu og var staðan þá 88:87.
Fannar Ólafsson skoraði þegar ein mínútu var eftir og kom KR í 90:87, þriggja stiga skot frá Njarðvíkingum geigaði. Tyson Patterson skoraði úr tveimur vítaskotum þegar 54 sekúndur voru eftir og kom KR í 92:87.
Friðrik Stefánsson treður í körfuna hjá KR, 92:89, 45 sekúndur eftir. Jeb Ivey braut strax á Pálma Frey Sigurgeirssyni. Pálmi skoraði úr öðru skotinu, 93:89.
Jeb Ivey fór í þriggja stiga skot og Sola braut á Ivey þegar 37 sekúndur voru eftir. Ivey skoraði aðeins úr einu skoti, 93:90.
Fannar Ólafsson skoraði fyrir KR og kom KR í 95:90. Ivey svaraði með sniðskoti, 95:92 og 5 sekúndur eftir. Patterson fór á vítalínuna og skoraði úr öðru skotinu, lokatölur 96:92.
Tekið af www.mbl.is
hvernig haldið þið svo að þetta fari á heimavelli KR í næsta leik?
HANN HEI-TIR ÍÍÍí-Í-Í-Í-Ívar ÍVAAAAAAR (8)