Annað kvöld fer fram leikur 2 milli KR og Njarðvíkur um Íslandsmeistaratitilinn.
Sem stendur er staðan 1 - 0 en Njarðvíkingar tóku forrystuna með 21stiga sigri á KRingum á mánudaginn var.

Leikurinn hefst kl. 20 og er í DHL-Höllinni. Einnig verður hann sýndur á sýn, hinsvegar hvet ég alla, körfuboltaunnendur, stuðningsmenn og aðra að skella sér. Það er ekki það sama að horfa á leikinn í imbakassanum og að vera í húsinu, nánast í snertingu við taugatrekkta leikmenn! Nei, nei. Eðal-Show í íslenskum körfubolta!

Núverandi Íslandsmeistarar er Njarðvík en KR vann þann titil seinast árið 2000. Svo biðin hjá þeim er orðin ansi löng og strembin!
Vinna þarf 3 leiki til að hampa þeim stóra, beint á loft!! :)

Annars er skemmtilegur pistill á heimasíðu Njarðvíkur og læt ég tengilinn fylgja með, skemmtileg lesning.
Held að það sé svona líka hjá KR en þar sem ég er Njarðvíkingur læt ég umfjöllunina frá mínu liði fylgja:)
http://www.umfn.is/Korfubolti/frettir/1320/default.aspx

Enda þetta á fleygum orðum…
“Fyrir fánann og UMFN!”
ÁFRAM NJARÐVÍK!