Það eru nú samt meiðsli að hrjá Sixers og svo hafa verið mannaskipti hjá þeim.
Mitt álit á sterkustu liðum deildarinnar er að Lakers eru jú sigurstranglegastir, enda með ágætan trukk á miðjunni. Og þetta er enginn Scania fiskitrukkur heldur Caterpillar malafluttningarbíll takk fyrir. Anyways þá held ég að það séu ekki nein lið í vestrinu sem koma til með að ógna Lakers í úrslitin. Held að þeir séu það þéttir. Auðvitað eru lið þarna eins og Kings, Spurs, Blazers og Mavericks. Ásamt fleirum.
En með austrið, það er allt annar handleggur. Fólk talaði um á síðustu leiktíð að austrið væri leiðinlegra. Ég held að það verði skemmtilegra í ár útaf því hversu mörg lið eru jöfn þar. Við erum að tala um hardcore battle milli Orlando, Toronto, Philly, Milwaukee, Knicks, Miami og Charlotte. Ég held að í Semi-Finals verði Lakers-Kings og Orlando-Toronto. En það er bara mitt mat.
Ef við ættum að tala um due eða svokallað 1-2 punch þá eru fá lið sem eru með mjög öflugar “fallbyssur”. Það eru jú Lakers (Kobe og Shaq), Magic (T-Mac og Hill), Bucks (þrír: Robinson, Thomas og Allen), Spurs (Duncan og Robinson), Knicks (Sprewell og Houston)…svo eru lið sem eru með sterkan mann og aðra sem eru kannski ekki í Super-flokkum en samt góðir.
Með þéttustu bekkina eru held ég Lakers og Magic. Magic hafa kannski ekki stór nöfn á bekknum (ha jú steinaldarmanninn Ewing, respect the fossils!) en þeir hafa menn sem skipuðu byrjunarlið Heart-N-Hustle liðsins hér fyrir 99-00. Bo Outlaw, Don Reid, Pat Garrity, Monty Williams. Svo er byrjunarliðið ekkert til að kvarta yfir. T-Mac, Hill, Grant, Armstrong, DeClercq/Ewing. Slúðrið segir að Magic séu að safna til að ná í Duncan eftir 2 ár. Já ég er Magic-fan, and I´m proud of it…en þó þeir séu sterkir þá ætla ég ekki að fara að halda því fram að þeir verði meistarar í ár eða á næsta ári. En ég vona að þeirra tími komi soon :)
Þetta er undirskrift