Haha. Þjálfarinn minn (sem btw var í landsliðinu þá) var eitthvað að sýna yngri flokkunum hvernig átti að taka vinstri lay-up.
Svo kallaði hann á mig til að sýna hvernig á að taka vörn, hvíslaði samt að mér að taka bara svona 50 % vörn á meðan hann væri að sýna.
Svo sagði hann mér að taka 100 % vörn og ætlaði að sýna krökkunum að það er bara ekki hægt að stoppa mann í lay-upi ef maður gerir það rétt. Svo tók hann boltann upp á 3ja stiga línunni, lét mig byrja aðeins fyrir aftan hann, svo átti ég að hlaupa og reyna að blokka hann. Og daaang ég blokkaði hann í klessu, haha. Skemmtilegt að segja að hann er rúmir tveir metrar líka :D
Bætt við 28. september 2006 - 17:56
EDIT: Var varamaður í landsliðinu, semsagt í landsliðshópnum en ekki í keppnisliðinu.