ok, förum yfir þetta sem þú ert að segja:
“Spurs eru búnir að styrkja liðið með því að fá Steve Smith”
Þeir sendu Derek Anderson burt fyrir Smith. Steve Smith var búinn að missa byrjunarstöðuna til Bonzi Wells, og það ekki af ástæðulausu, þessi skipti veikja liðið þar sem Anderson er einfaldlega betri leikmaður en Smith.
“Lakers eru ekki búnir að gera skítt enda eru með besta hópinn”
ég myndi ekki kalla það að fá Mitch Richmond, snilldarskyttu með 22.2 ppg á ferlinum, að vera ekki búnir að gera skítt, plús það að fá hann fyrir smápening. Auk þess fengu þeir Samaki Walker til að fylla upp í eyðuna sem Horace Grant skildi eftir.
“Nets eru sigurvegarar.”
huh?
Þau lið sem raunverulega eru búin að styrkjast eru Lakers, Kings, þeir losuðu sig við J Williams fyrir Mike Bibby+héldu í Webber, svo ekki sé minnst á að þeir eru með Peja Stojakovic, Orlando byrja tímabilið með Grant Hill heilan, bara svona til að nefna nokkur, og þó svo að það að fá Jason Kidd geri hvaða liði sem er gott, þá myndi ég nú ekki halda því fram að Nets séu að fara að gera stóra hluti á því tímabili sem er að hefjast, þó svo að þeir eigi eflaust eftir að vinna fleiri leiki en í fyrra.