5 leikurinn í gær og engin smá leikur, fínasta skemmtun og skemmtilegar sveiflur. Suns að sýna afspyrnu lélagan varnarleik á köflum á meðan Dallas voru með sterka vörn og Dirk var að setja kvikindið! En Suns komu til baka í þriðja með hröðum leik og það var náttúrulega fáránlegt hvað Tim Thomas var að setjann fyrir utan! En eins og Svali myndi orða það “það er ekki nóg að vera nýklipptur og í nýjum skóm, það þarf að spila vörn og ná fráköstum”…og það var einmitt það sem suns voru ekki að gera vel og Dallas kláraði þetta nokkuð örugglega…Maður leiksins án efa Dirk Nowitzki með 50 kvikindi….

Hvað fannst ykkur um þennan leik og hvernig mun þetta þróast?