Á bara að hætta að sýna nba leiki þegar úrslitakeppnin stendur sem hæst og sýna kvennaboltann í staðinn? Akkúrat núna er leikur 1 í seríu Miami og Detroit í gangi. Og leikurinn sem er verið að sýna á nba tv er e-h kvennaleikur.
Mér skildist að þeir sem lýstu leik sjö í Spurs - Mavs seríunni á sýn töluðu um að það yrðu ekki fleiri nba leikir á nba tv en ég bara vildi ekki trúa því. nei nei nei nei …. það er ekki hægt að bjóða upp á þetta. en jú svo virðist vera.
Er þetta eitthvað grín? er bara verið að gera mann að fífli, láta mann kaupa e-h fáránlegan sportpakka ef maður vill ná þessarri einu stöð og svo bara púff!! nba leikir ekki sýndir meir.
Ég hringdi upp á 365 ljósvakamiðla í dag, valdi 2 fyrir dagskrárupplýsingar og spurði konuna sem svaraði út í þessi ummæli lýsenda sýnar: verða ekki fleiri nba leikir sýndir? Hún sagði að hvorki hún né hennar yfirmaður hefði heyrt um það.
Til viðbótar við það að í (næstum)allan vetur hefur verið þrautinni þyngra af fá RÉTTAR dagskrárupplýsingar fyrir þessa stöð, þá er þetta útspil ekkert minna en léleg framkoma við áskrifendur og körfuboltaáhugamenn. Það væri gaman að heyra hvað e-h innan 365 hefur að segja um þetta?