Það er bara kjaftæði að stelpur geti aldrei verið jafn góðar í körfu og stákar! Stelpur geta alveg verið í jafngóðu formi og strákar og hlaupið jafn hratt. Æfingin skapar meistarann! Stelpur geta hitt alveg jafn vel í körfuna og verið alveg jafn flinkar með boltann og aðrir.
Eina sem strákar hafa fram yfir stelpur eru að þeir eru yfirleitt stærri og sterkari, enda eru strákar gerðir þannig frá náttúrunnar hendi. Það gerir það að verkum að þeir eru mun sterkari undir körfunni og mun ákveðnari. En það er ekki þar með sagt að þeir eru betri í körfunni.
Stökkkrafturinn getur verið betri hjá strákum, en það þarf samt ekkert að vera. Ég hef spilað körfu með ýmsum erlendum leikmönnum(konum) og þær hafa hoppað alveg sjúklega hátt svo það er enginn að fara segja mér allavegana að stelpur séu eitthvað lélegri í körfu en strákar! :)