Nú er komin upp sú staða að tveimur leikjum á skömmum tíma hefur verið frestað vegna leka íþróttahúsanna. Þetta er vægast sagt fáránlegt, KR og Keflavík hafa bæði farið útá land, með tilheyrandi kostnaði og farið í fýluferð. Þetta er kannski liðið í 1. deildinni, en þegar við erum að tala um úrvalsdeildina þá EIGA þessi nýju lið að fylla þær kröfur sem fyrir þau eru sett.
Persónulega tel ég að Höttur og Þór Akureyri ættu að bæta Keflavík og KR þetta tjón, því þetta er bæði fjárhagslegt tjón (Mjög slæmt eins og fyrir KEF þar sem miklu fjármagni hefur verið varið í ferðalög). Þetta skapar líka pirring hjá leikmönnum. Persónulega tel ég að Höttur og Þór ættu að greiða ferðakostnað hinna liðanna þegar þau þurfa að fara aftur til Egilsstaða og Akureyrar. Þá er mér slétt sama þó þeir séu Pro vs. Rookies. Tjón er tjón og það skal ávalt bæta að hálfu “geranda” því íþróttahúsin verða að geta staðist öll veður því við búum á Íslandi og allra veðra von.
Það er því mín von að KKÍ taki á þessum málum hjá nýliðum deildarinnar í ár.