Ég var nú að velta því einfaldlega fyrir mér hvort að hæðin í NBA, s.s hæðin á leikmönnum þar sem birtist á NBA.COM og svipuðum síðum, hvort að hún sé mæld í skóm eða ekki.
S.s for the dummies: Eru NBA leikmenn í skóm eða ekki þegar þeir eru mældi
Þeir eru mældir í skóm. Annars eru þessar mælingar ekki að öllu leyti marktækar. Í sumum tilfellum eru leikmenn opinberlega skráðir 2-3 tommum hærri en þeir eru í raun og veru. Frægt dæmi um þetta er Charles Barkley. Hann var alltaf skráður 6'6“ en var í raun 6'3” eða 6'4".
Svo las ég eitthvers staðar fyrir 20-40 árum síðan því miður ég er ekki alveg með þetta á hreinu, þá var maður sem vildi alltaf láta setja sig í 6'11 því þá væri hann ekki skrímsli =p.
Já, það var Bill Walton. Hann er einmitt núna að lýsa leikjunum hjá ESPN sjónvarpstöðinni. Einnig hef ég heyrt að Kevin Garnett sé hærri en hann sé skráður, þó ég selji það ekki dýrt. Sama má segja um Dirk Nowitski.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..