Þessi hugmynd er búin að vera í kollinum á mér í langan tíma, þaes að halda huga körfuboltamót. Ég hef bara aldrei nennt að standa í þessu einn, því að það er tímafrekt verk að safna sponsorum, fá stað og skipuleggja þetta.
Ég er hinsvegar alveg til í að vinna í þessu ef ég fæ einhverja með mér í þetta. Ég hef verið mikið í því að skipuleggja atburði og veit að við gætum alveg fengið vífilfell eða einhverja til að taka þátt í þessu með okkur.
Reyndar er spurning hvar væri hægt að halda þetta. Ef þetta ætti að vera inni myndi þurfa að leigja íþróttasal og ef þetta ætti að vera úti þarf að finna stað, sem er ekkert einfalt verk í þessu körfuboltavallahallæri sem er á þessu landi. Hvað finnst ykkur, væri einhver ykkar til í að hjálpa við að skipuleggja svona mót? Hvar ætti að halda þetta? Hversu stórt ætti þetta að vera?