Nei, það er ekki þannig að Sýn velur leikina frá sjónvarpsstöðvunum, ég hélt áður að það væri þannig en það er rangt. Þannig er það að NBA velur leikina sem Evrópa fær að sjá, í gegnum svokallað Eurofeed. Ég er ekki alveg viss hvort Sýn er að sýna alla leikina sem NBA hefur valið fyrir þá, en ég held það. Náttúrulega Washington - Chicago sem var í gær er mjög nálægt okkur í tíma og byrjaði um 23 le. Síðan er Boston - Indiana í kvöld og byrjar hann klukkan 23 að ísl tíma, En Houston - Dallas byrjar klukkan 1.30. Ég veit ekki hvort báðir leikirnir eru inn í þessu Eurofeed, ég efast um það. Vegna þess að í mörgum öðrum Evrópulöndum mundi Houston - Dallas byrja klukkan 3.30 sem er alltof seint. Svo er Playoffs ekki á NASN sem er mjög leiðinlegt.
Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt því viðureignirnar í Austrinu eru leiðinlegari, t.d. verður Washington - Miami mjög óspennandi viðureign, nema það verður gaman að sjá Larry Hughes og Dwyane Wade mætast.