Þetta er mjög einfalt.
Gaurinn er 216cm og um 150kg sem er þannig séð ekki mikið fyrir þetta háan og massaðan gaur.
En af hverju þarf hann að vera á sterum þó hann sé vel massaður? Menn stunda miklar lyftingar í NBA deildinni…
Annað…
150kg maður margfaldast að þyngd þegar hann stekkur upp, eða réttara sagt, þegar hann fer niður aftur. Einhvern tímann las ég það að þunginn sem Shaq leggur á körfurnar þegar hann treður af afli sé um 600-700kg. Hægt að reikna þetta út með ákveðinni formúlu, ég bara er ekki með hana hérna hjá mér. Þeir sem hana hafa, endilega skella þessu á blað.
Þannig að þegar körfur eru orðnar vel notaðar, gamlar og slitnar (þá á ég við körfurnar sjálfar, spjöldin og undirstöðurnar) þá er ekki skrítið að þær gefi sig undan þessu álagi. Ekki nóg með að þyngdin beint niður sé mikil, heldur eru hliðarrykkir og mikill hamagangur sem leggst á körfuna.
Tengist sterum ekki neitt.
Þetta er undirskrift