Það er reyndar ekki við Sýn að sakast. Þeir fá leikina frá þeim stöðvum sem eru í opinni dagskrá í US. Þessar stöðvar taka nokkra nokkra leiki, þá stærstu, og velja leikina fyrir tímabilið. Suns voru ekkert taldir svona góðir fyrir tímabilið og þess vegna eru ekki mikið af Suns leikjum sýndir í US af ESPN, ESPN2, TNT eða ABC. Samt frá deginum í dag verða Suns sýndir á þessum stöðvum í 5 skipti það sem eftir er af tímabilinu. Einnig er mikill tímamismunur á Reykjavík og Phoenix. Þessir 5 leikir sem Sýn gætu sýnt hefjast allir klukkan 2 eða 3 um nótt. Með öðrum orðum, þú munt ekki sjá Suns spila beint á Sýn :(