Sælir Hugarar
Ég var að velta því fyrir mér afhverju það er ekki fengi alvöru dómara til að dæma t.d. 8.flokkur og uppúr?
Slök dómgæsla hefur eyðilagt fyrir mínu liði sigur. Ég skrifa þetta algjörlega yfirvegaður en ekki í bræði eins og margir gera, ég er búinn að komast yfir tapið, en hef verið að velta þessu fyrir mér (Ég kalla það slaka dómgæslu þegar þjálfari liðs biður um útskýringu á dómi, en dómari yppir bara öxlum og segjist bara vera að dæma)
Ég man eftir að hafa lesið einhvern tíma bækling sem stóð svona viðmið per flokk.
Ég man að þar stóð að í 8. flokki væri meira lagt uppúr að nota bestu leikmennina, g mynda meiri samkeppni. Þar var líka sagt að leikmenn ættu að byrja finna hvernig “alvöru” körfubolti er spilaður. Því er mér spurn, hví það er ekki kennt þá á öllum sviðum? Ég kalla það ekki góða “kennslu” ef menn verða vitni að dómgæslu, sem ber þess vitni heimadómgæslu, eða örðum líkum hneykslismálum, ef svo mætti að orði komast. Svo ég taki dæmi; Við vorum að spila uppá velli. Þar voru 3 góðir dómarar, og það var í æfingaleik. Mér finnst að við gætum tekið Bandaríkjamenn að mörgu leyti til fyrirmyndar.
Því segji ég að ég bíð spenntur eftir þeim degi sem íslenskir ung-iðkendur fái að læra hvað má og hvað má ekki í körfubolta.
Svo úr því að ég er byrjaður, þá langar mig til að benda á einn hlut sem ég bara verð að gagnrýna KKÍ fyrir. Það er þjálfaraval. Hvernig geta þessir háu herrar hjá KKÍ leyft sér að velja rótgróinn þjálfara, sem þjálfar marga flokka hjá félagsliði sem landsliðsþjálfara í sama flokki, mér er bara spurn.
Ykkur finnst þetta kannski bara vera raus en svo er ekki. Það eru 5 landsliðsmenn úr Njarðvík. Allt byrjunarliðið þeirra, eins og það er stundum skipað. HR.Einar landsliðsþjálfari fær eki hrós hjá mér fyrir þetta. Hann er einungis að nýta sér aðstöðu sína til að koma sínum mannskap á framfæri. Það má vel vera að hann þekki menn í þessum flokki betur en einhver annar, en það gefur augað leið að hann hefði sennilega aldrei valið ákveðna menn þarna í hópinn ef hann væri ekki líka þjálfari félagsliðs þeirra. Það hljóta að vera til færari menn en Einar. T.D. bara Friðrik Rúnarsson, sem hefur þjálfað bæði Njarðvík og Grindavík.
Ég vona innilega að hinir háu herrar hjá KKÍ séu að lesa þetta því ég er að íhuga að senda þeima þennan litla pistil á emaili líka.