Wesley er PG jú, en Derek Anderson er hreinlega klassa ofar (eða mörgum klössum ofar, þrátt fyrir aldur). Hvort DA hentar fyrir Houston er annað mál. Annars held ég að vörnin sé ekki vandamálið, menn eru ekki mikið að taka skot nálægt körfunni þegar Yao er nálægt, aftur á móti hefur Yao ekki þótt nógu “aggressívur” í sókninni og þess vegna þarf að bæta stöðurnar í kringum hann (til að skapa honum meira pláss). Samt er það alveg magnað, þeir sem hafa séð hvernig hann er byggður skilja þetta ekki, við erum að tala um Shaq, aðeins grennir og miklu hærri. Yao er enginn Shaw Bradley.
(Já er er Houston maður merkilegt nokk, ég horfði á báða úrslitaleikina sem Houston spilaði, þar með má skilja hrifningu mína af Horry og Cassel.)