Það er bara svo fáránlegt hversu sumir leikmenn ráða miklu um vinsældir liða, Lebron James í Cleveland, það mættu fáir á leikina þeirra áður en hann kom.
Svo mætti segja að Michael Jordan réð miklu um vinsældir Chicago Bulls, Shaq er Miami, annars væri það bara Dwayne Wade(hvernig sem það er sagt) að struggla, og mér finnst að hann eigi mun meira hrós skilið en Shaq, Shaq er ekki eins og áður, nátturulega, eldgamall ;). Ég var svona liðahóra, hélt mig með þeim liðum sem gerðu gott, Dallas, Lakers, Timberwolwes, svo þegar Steve Nash fór til Phoenix fór ég að halda með þeim, enda er Steve Nash snillingur, en síðan fór ég á heimasíðu Chicago Bulls og þar stóð, through thick and thin.
Ég minntist þess þá að þegar ég var lítill þá var Chicago mitt uppáhalds og það ætti að vera það enn sama hvernig þeim gengur, svo ég held núna með Bulls og hlakka til þess að Gordon og Deng verði góðir leikmenn, sem þeir eru nú þegar ornir að einhverju leiti :D, svo auðvitað Andres sem er einnig að gera geðveika hluti, og svo stoðsendingakappinn Scott Skiles sem þjálfar þá :D