Haukar fóru í gærkvöldi og öttu kappi við heimamenn í Stykkishólmi. Snæfell er núverandi deildarmeistari og máttu áhorfendur eiga von á hörkuleik.
Heimamenn hófu leikinn betur og náðu fljótlegaa 6 stiga forystu. Haukar voru ávallt í eltingarleik í fyrsta leikhluta. Í byrjun annars leikhluta höfðu Haukar minnkað forskotið niður í 1 stig, fóru þeir í sókn en því miður klúðruðu þeir, eftir það skoraði Snæfell 12 stig gegn 2 frá Haukum. Lögðu þeir þar grunninn að sigrinum. Haukar komust aldrei almennilega í takt eftir það. Þó fengu þeir gott tækifæri um miðjan 4 leikhluta, en þá var staðan 64-56, Haukar voru með boltann en klúðruðu og Snæfell jók muninn.
Enginn leikmaður Hauka stóð uppúr en þó átti Ásgeir Ásgeirsson góða innkomu en hann skoraði 9 stig á þeim 16 mínútum sem hann lék.
Stigahæðustur í liði snæfells var Pierre Green með 17.stig þar næstur var Sigurður Þorvaldsson með 16. stig. En Magni Hafsteinsson var með 13.stig. Og Hlynur Bæringsson með 14.stig..
En hjá Haukum John Waller með 19.stig Og honum næstur kom Sævar Haraldsson með 11.stig.