Skelli þessu bara hérna inn. Þetta er reyndar þýtt yfir af ensku en whatever:
Dagur 1
Sipp: 30 sek jafnfætis, 30 sek á hægri og 30 sek á vinstri eins hratt og maður getur, 30 sek pása á milli setta.
Stökkva yfir bekk: Stekkur jafnfætis yfir bekk og til baka. Gerir í 30 sek og 15 sek pása á milli.
Stökkva upp í hring: Stekkur upp í körfuhringinn í 30 sek. Reyndu að láta eins lítinn tíma líða á milli stökkva.
Kálfalyftur: Eins margar og þú getur, með eða án handlóða.
Dagur 2:
Júgóslavnesk herstökk: Stekkur upp í loftið og klappar höndunum saman, ferð svo í eins stöðu og þú sért að taka armbeygjur og svo upp aftur. 10 þannig og svo pása á milli.
Tröppustökk: Ef það er stig með 10 eða fleiri tröppum heima hjá þér eða í íþrótthúsinu þínu skaltu gera þessa æfingu: Byrjar á að stökkva jafnfætis upp tröppurnar eins hratt og þú getur, svo upp tröppurnar á hægri og svo á vinstri. Næst gerirðu alveg eins, bara 2 tröppur í einu. Ferð svo eins langt og þú kemst.
Step-ups: Vertu með annan fótinn upp á bekk eða einhverju, spyrntu fætinum í og endaðu í alveg eins stöðu og þú byrjaðir í, bara með hinum fætinum. Gera þetta í ca. mínútu og svo hvíla.
Kálfalyftur: Eins margar og þú getur, með eða án handlóða.
Þetta prógram er ég búinn að gera og hefur virkað fínt. Svo getið þið náttúrulega bætt inn æfingum eða tekið úr ef þið viljið.
Og já, ég er 195 cm og 16 ára.