Þegar leikmanna skipti fara fram þá er yfirlett ekki há peningasumma í farteskinu. En stundum er smá bónus með. Þá er það oftast það lið sem er að skipta stóru nafni sem fær leikmann eða leikmenn og peninga með, eða future-draft-pick. Stærri nöfn = fleyri menn í skiptum og jafnvel smá summa eða draft pick. Minni nöfn = pjúra skipti eða futur-draft-pick.
NBA hefur sett reglur um að samningar leikmanna við lið megi ekki verða birtur í smáatriðum heldur einni hversu mikla fjárhæð samið var um og hversu lengi.
Lið geta ekki skipt um leikmann hvenær sem er. Það eru ákveðnir tímapunktar á hverju leiktímabili sem eru kallaðir “Trade dead-lines”. Þá fara lið að ræða um skipti og sölur. Þessir tímar eru c.a 10-14 dagar að lengd ef ég man rétt.
Núna er komnar reglur um það að ekki má skipta eða selja leikmann oftar en einu sinni á tímabili. Þ.e ef t.d Lakers selur mann til Atlanta þá verður sá maður að vera þar þangað til enda tímabilssins. Ég held þó að lið geti leyst manninn undan samningum án þess að skipta honum eða selja hann. Þ.e bara hreinlega losað sig við hann og þá er hann laus allra samninga og getur skrifað undir samning hjá hvaða liði sem vill hann.
Svo er til svokallað Launaþak. Hvert lið er með sitt launaþak, fer eftir leikmannahópi. Ef lið er með stór nöfn í hópnum þá hefur það lægri fjárhæð til að spila með. Þ.e ef lið hefur nýlega gert stóra samninga þá getur liðið ekki gert eins stóra samninga við aðra leikmenn fyrr en eftir ákveðinn tíma, eða selja leikmenn sem skapar vandræði (of fáir og fá jafnvel lélega leikmenn fyrir svo lága summu). Sem dæmi þá gerði Orlando samninga við Grant Hill og Tracy McGrady í fyrrasumar, báða uppá 92.3 milljónir dollara og til 7 ára (hámark í dag). NBA deildinn breytti reglunum hvað varðar hámarkssamning eftir að Shaq fór frá Orlando til LA fyrir 125 millj. dollara og til 7 ára ef ég man rétt. Breyttu þessu í Hámark 7 ár og hámark 92.3 millj. dollara.
Til eru dæmi um ólöglega samninga. Nýjasta dæmið er Minnesota Timberwolves og Joe Smith. Félagið og Smith gerðu með sér munnlegan samning um endurnýjun samnings og T´Wolves borguðu honum einhverjar milljónir fyrir það sem og einhvern auka pening, borga t.d alls kyns þægindi og ferðalög fyrir fjölskyldu hans (leiðréttið mig ef mig minnir ekki rétt). Allir samningar verða að fara í gegnum NBA deildina sjálfa áður en þeir verða samþykktir. Þessir samningar gerðu það ekki og þar að leiðandi voru framkvæmdastjóri T´Wolves og eigandi settir í eins árs bann og Joe Smith var neitað að endurnýja samning sinn við liðið (fór til Detroit Pistons)
Ef það er eitthvað hérna sem er vitlaust endilega leiðréttið mig :)
Þetta er undirskrift