Er það ekki bara vegna þess að annar maður í liðinu notar sömu treyju og Iverson leyfði honum að vera með hana eða eitthvað álíka.
En já varðandi leikinn, Grikkirnir voru að spila miklu skemmtilegri og betri körfubolta. Voru að skjóta vel og fallegar hreyfingar. Vonast til að sjá Fostis spila í nba deildinni seinna.
Iverson var alltaf á línunni og það bjargaði miklu og já, afhverju er Okafor í liðinu? Hann hefur ekki spilað neinn einasta leik, hefur staðið sig vel í háskólaboltanum en háskólaboltinn og nba deildin er ekki það sama.
Góður leikur samt.
Usa liðið er alltof ungt. Gaman að horfa á Lebron James, hvað var Carmelo Anthony að gera? Fara inná og skjóta strax, hann var nú ekki í rosa færi. Hann er frekar eigingjarn stundum. <br><br>kv. Höddi