Eitthvað held ég að Tracy fari ekki einn í svona pakka. Ef af þessu verður þá verður þetta 3 liða pakki eflaust. Orlando senda Tracy, Howard/Gooden í burtu og fá til sín 4-5 leikmenn í staðinn. Mig grunar svolítið að John Weisbrod, managerinn hjá Orlando, sé búinn að stappa þessum skiptum saman við einhver lið. Einhverra hluta vegna grunar mig Indiana, veit ekki af hverju en ég hef það bara á tilfinningunni.
Varðandi Shaq í Orlando. Ólíklegt þar sem samningurinn hans við Lakers næstu 2 árin er uppá einhverjar 50+ milljónir minnir mig. Risasamningur og það geta ekki öll lið tekið svoleiðis að sér. En ef við lítum framhjá þeim hluta vandamálsins þá gætu Orlando þess vegna sent fyrsta valréttinn, sem sagt Okafor eða Dwight Howard ásamt Drew Gooden eða Juwan Howard og einhverjum minni spámönnum í skiptum fyrir Trölla. Could happen, but probably won´t. Weisbrod hefur sagt að ef Lakers menn vilja senda hann til Orlando, sem Shaq hefur oft sagst vilj (í gegnum árin það er), þá geta þeir (Lakers) bara hringt og þeir púsla saman góðum skiptum.
Þannig að, nú er það nokkuð ljóst að McGrady verður ekki með Orlando á næsta tímabili. Shit happens. En þar sem Orlando eru ekki svo í djúpum skít útaf því, sökum þess að hann fer ekki sem free agent, þá er möguleiki á að Orlando verði betra lið í þokkabót. Þetta er furðuleg tilfinning. Undanfarnar vikur hefur kvíðinn verið í mér, mér líkaði andrúmsloftið ekki. Svo nýlega fór slúðrið að verða æ háværarra um að þetta muni gerast. Um daginn fór það að berast út að McGrady væri búinn að ákveða sig um að fara. Svo í gærkvöld kom það að þetta væri ákveðið: He´s out. En Orlando hafa ekki staðfest þetta, og ekki heldur Tracy né Arn Tellum, umboðsmaður hans. En svo þegar ég fer að hugsa út í þetta, þá getur Orlando ekkert annað en risið upp úr holunni, orðið betra lið. Verður varla verra! Þannig að ég er bæði svekktur, en einnig asnalega kátur og bjartsýnn. Furðulegt, þar sem liðið mitt er að missa uppáhalds leikmanninn minn. Nei, asnalegt!
Ok, Orlando missir þarna einn besta mann deildarinnar. Fact. En þeir fá sennilega 3-5 leikmenn í staðinn, og 2-3 af þeim leikmenn sem eru vel fyrir ofan meðallag, jafnvel 1-2 mjög góðir. 2 góðir leikmenn ásamt 2-3 meðalgóðum geta myndað betra lið heldur en 1 stórstjarna ásamt 4 nobodies. Look at the Pistons. Engin ofurstjarna þar. Tracy var vissulega bara einn í Orlando. Ef hann fer og Orlando fá eins og ég segi 3-5 leikmenn í staðinn, þá er Orlando jafnvel í betri málum sem lið. Þetta er því kannski bara best fyrir báða aðila. Auk þess sem margt bendi til að Grant Hill verði góður næsta tímabil. ABB ABB! Ætla ekki að hækka bjartsýnina upp í meira en 10%. Hann gæti gefið sig aftur :/
Eitt er víst, Orlando liðið síðasta tímabils verður ekki á gólfinu á næsta tímabili. Líklegt er, eins og ég sagði, að Gooden og Howard fari líka. Allavega annar þeirra. Shaq kannski að koma aftur, hver veit, en varla. Hill gæti snúið aftur, sem væri gott fyrir liðið og aðdáendur hans og Orlando og yrði hann þá líklega sem PG. 3-5 nýir leikmenn sem koma væntanlega, þar af 2-3 starters.
Enn og aftur er Orlando komið í endurhæfingu, eins og alvarlega slasaður maður eftir bílveltu. En kannski er þetta ekki svo slæmt. <br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>
<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font