Þið eruð báðir vitlausir. Það er aldrei hægt að koma með “staðreyndir” um það hver verði meistari útaf sigrum á tímabili eða hverjir eru í liðinu. Lítum aðeins á liðin sem þið nefnið. SA Spurs: Ok þeir unnu titilinn já þarna um árið. En hvað gerðist árið eftir? Þeir eru í ágætis málum í dag en það þýðir ekki að þeir verði meistarar. Lakers: Þeir unnu titilinn í fyrra en eru í “slump” þetta árið miðað við leikmannahóp. Shaq, Kobe, Horry, Grant og fleiri. Fínn hópur leikmanna og líka fínn hópur hjá Spurs. En það þarf ekki alltaf að vera að góðir leikmenn spili vel saman (Hint: Lakers). Sacramento: Já gott lið, en sárvantar reynslu í úrslitakeppni, trúið mér, hana þarf. Núna þegar c.a 9-15 leikir eru eftir hjá liðunum þá er stressið farið að sýna sig. Leikmenn eru farnir að finna fyrir taugaveiklun meðal samherja (þá aðallega lið sem eru í “playoff spot”). Óreynd lið sem komast í úrslitakeppnina eiga meiri sjéns á því að springa á limminu en þau reyndari. Auðvitað koma af og til ung lítið reynd lið sem gera það gott í úrslitakeppninni. Ok áfram með þetta. Philadelphia: Þeir eru jú með Allen Iverson og Mutombo og fleiri, en hvernig hefur þeim gengið núna undanfarið í öllum hamagangnum sem er byrjaður (Ekki koma með afsökunina “Iverson hefur verið meiddur”, ef liðið treystir bara á einn mann þá er það dauðadæmt). Þó ég sé búinn að tala um misjafnt gengi góðra liða milli ára og lítillar reynslu annarra góðra liða þá vil ég nefna þau lið sem eiga eftir að ná langt að mínu mati (á næstu árum!). Byrjum á vestrinu: Lakers, Spurs, Blazers (þrátt fyrir erfiða daga undanfarið), Kings, Dallas og Suns. Seattle Sonics virðast vera í lægð en þeir hljóta að bjarga sér (ekki ef Payton fer hins vegar, nema þeir fái annan góðan í staðinn). Rockets eru ágætir líka, margir lykilmenn orðnir lúnir en ungir menn komnir inn líka. Austrið: Orlando, Miami, Philly, New York, Milwaukee. Mitt álit er það að þegar Grant Hill kemur aftur á næsta ári og Mike Miller (Nýliði árssins?) verður þroskaðri þá eigi Orlando eftir að standa sig mjög vel. Þeir eru að gera góða hluti núna með 21 árs gamla Tracy McGrady sem aðalmann. Bucks eru í góðum málum (Robinson, Thomas og Allen eru að spila mjög vel). Þó ég líti á mörg lið sem “championship contenders” þá vil ég ekki nefna nein nöfn. Ég ætla bara að bíða og sjá til, ekki vera með “staðreyndir” og þurfa svo að bíta í gamalt súrt epli og segja “okei ég hafði rangt fyrir mér, you win”
Þetta er undirskrift