Með Jefferson að skora playoff career-high 30 stig þá unnu New Jersey Detroit í gærkvöldi og minnkuðu stöðuna í 2-1. Vörnin hefur greinilega verið góð því að Detroit skoruðu 64 stig sem er það minnsta sem lið hefur fengið af stigum í þessu playoffi. Jason Kidd var aðeins með 5 stig en hann var líka með 12 stoðsendingar og 7 fráköst. Kittles með 17 stig og Martin 13. Hjá Detroit var Ben Wallace með 15 stig og 24 fráköst!! Maðurinn er frákastakóngurinn!! Það stenst enginn honum snúning. Richard Hamilton var með önnur 15 stig og hinn Wallace-inn með 10.
Leikurinn fór 82-64 fyrir New Jersey. Loksins eru þeir að sýna sitt rétta andlit.
Hinn leikurinn var aftur á móti “stórviðureignin” LA Lakers og San Antonio Spurs. Nú virðist sem að lið Lakers sé búið að “klikka” saman því að stjörnurnar skoruðu allar meira en 10 stig. Shaquille O´Neal var góður og var með 28 stig, 25 fráköst og 5 stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig, 6 stoð. og 6 frák. Hinar stjörnurnar Gary Payton og Karl Malone áttu heldur ekki slæman dag og voru með 15 og 13 stig á mann. Gæti verið að þeir geti látið langþráðan draum rætast og unnið meistaratitill áður en að þeir hætta? Hjá San Antonio var Ginobili með 17 stig og Devin Brown með 16. Þetta er merkilegt vegna þess að þeir byrjuðu á bekknum. Parker var ekki með þann stjörnuleik sem að hann hefur sýnt í seinustu tveimur leikjum, heldur skoraði hann aðeins 8 stig og var með 5 stoðsendingar. Duncan var bara miðlungsgóður með 10 stig og 13 fráköst. Ef að þeir ætla að vinna Lakers þá þurfa þeir Parker og Duncan að vera miklu betri.
Leikurinn fór 105-81 Lakers í vil.
Tja…