Ron Artest leikmaður Indiana Pacers var í dag valinn varnarmaður ársins 2003-2004.

Hann endaði þriðji hæsti í stolnum boltum með 2,08 að meðaltali og 5,3 fráköst. Hann hélt einnig þeim leikmönnum sem hann spilaði á móti í vetur í aðeins 8,1 stigi og 9,3 skottilraunum að mtl, en það sýnir bara hversu góður perimeter varnarmaður hann er. Artest vann kosninguna með miklum meirihluta en hann fékk rúmum 150 stigum meira í kosningunni en næsti maður eða 476 stig.
Ben Wallace, sem vann þessa kosningu seinustu tvö ár, kom í öðru sæti með 325 atkvæði og í þriðja var Theo Ratliff, hæsti leikmaður deildarinnar í vörðum skotum.

Mér finnst Artest alveg eiga þetta skilið. Wallace er frábær varnarmaður en það var kominn tími til að Artest fengi viðurkenningu fyrir þá frábæru vörn sem hann spilar.<br><br>______________________________________________
<b><font color=“#000080”>Kristján S</font>
<a href="http://www.hugi.is/stjornendur/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=SirK“>Skilaboð</a> - <a href=”mailto:kr1ss1@hotmail.com“>E-Mail</a>
Admin á <a href=”http://www.hugi.is/korfubolti">körfubolta</a></