Los Angeles Lakers 72 - 71 Houston Rockets
Hörkuspennandi leikur þar sem Shaq sýndi hversu góður hann er með því að tryggja Lakers sigur þegar 17 sek voru eftir. Staðan var 70-71 fyrir Houston þegar Kobe reyndi þriggja stiga skot en hitti ekki hringinn. Shaq náði að ýta Yao frá sér, nær frákastinu og treður boltanum að krafti og fær vítaskot að auki. Hann klúðraði því reyndar, Houston sækir fram og Jimmy Jackson tekur þrist en klúðrar. Shaq nær 17. frákastinu sínu og tíminn rennur út, 72-71 sigur hjá Lakers.
Þetta var annars slappur leikur, liðin hittu illa og það var mikið af mistökum. Kobe og Malone voru báðir langt frá sínu besta. Kobe hitti aðeins úr 4 af 19 skotum sínum en stal reyndar 5 boltum. Malone hitti líka illa, 3-14. Shaq var besti leikmaður Lakers en auk þess að tryggja Lakers sigurinn var hann með 20 stig og 17 fráköst. Hann átti mun betri leik en Yao, hann var með 10 stig og 11 fráköst. Steve Francis var besti leikmaður Houston með 19 stig og 9 fráköst.
San Antonio Spurs 98 - 74 Memphis Grizzlies
Meistaranir í Spurs fóru illa með Memphis í fyrsta playoff leik Memphis frá upphafi. Þeir byrjuð af krafti, unnu fyrsta leikhluta 28-19 og voru 15 stigum yfir í hálfleik. Á meðan allt gekk á afturfótunum hjá Memphis voru allir leikmenn Spurs að skila sínu og þá sérstaklega Duncan sem var með 26 stig, 9 fráköst og 12-18 í skotum. Pau Gasol átti lélegan leik, 14 stig og 3-11 í skotum. Besti leikmaður Memphis var líklegast Bonzi Wells. Hann kom sterkur af bekknum og var með 16 stig. Það hefur örugglega eitthvað spilað inn í að hann er sá leikmaður Memphis sem hefur spilað flesta playoff leiki.
New Jersey Nets 107 - 83 New York Knicks
Nets fóru illa með nágrannana í Knicks í fyrsta leik þeirra. Jason Kidd hélt Stephon Marbury niðri og það tók allan kraft úr Knicks liðinu. Knicks náðu reyndar að halda í við Nets í fyrri hálfleik en í 3. leikhluta rústuðu NJN þeim og Knicks náðu ekki að bíta frá sér.
Allt byrjunarlið Nets var að spila vel. Kidd var með 14 stig og 13 stoðs, Kerry Kittles 20 stig, Kenyon Martin 16 stig og 14 frá og Richard Jefferson var með 21 stig. Hjá Knicks var Penny Hardaway sá eini sem barðist almennilega. Hann sýndi á köflum takta sem minntu á gömlu dagana þegar hann var að spila hjá Magic. Hann var með 18 stig.
Indiana Pacers 104 - 88 Boston Celtics
Indiana fór illa með lélegt lið Celtics og þrátt fyrir að Celtics náðu að minnka muninn í 16 stig hefði Indiana vel getað tekið þetta með meiri mun. Þetta var skemmtilegur leikur, hann var mjög hraður í fyrri hálfleik og mikið af flottum tilþrifum. Í 1. fjórðun var allt mjög jafnt, liðin skiptust á að leiða og hann endaði 30-29 fyrir Indiana. En í 2. fjórðung tók Indiana öll völd á vellinum, Celtics réði ekkert við Jermaine O'Neal og Ron Artest gjörsamlega lokaði á Paul Pierce, ekkert fór niður hjá honum. Indiana tók þessu rólega í seinni hálfleik og Celtics náðu að minnka muninn eitthvað, lokastaða 104-88.
Jermaine O'Neal sýndi hversu góður hann er á low-post í leiknum, ótrúlegar hreyfingar sem hann hefur þar. Hann endaði með 24 stig, 11 fráköst og 3 varin. Al Harrington kom mjög sterkur af bekknum og var með 14 stig og 10 fráköst, þar af 6 sóknar. En maður leiksins var án efa Ron Artest. Hann var öflugur í sókninni með 24 stig en þarna sá maður hversu ótrúlegur varnarmaður hann er. Hann gjörsamlega rústaði Paul Pierce og þrátt fyrir að Pierce var með 20 stig og 10 fráköst var hann gjörsamlega ósýnilegur í leiknum. Besti maður Celtics var Chucky Atkins, 19 stig.<br><br>______________________________________________
<b><font color=“#000080”>Kristján S</font>
<a href="http://www.hugi.is/stjornendur/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=SirK“>Skilaboð</a> - <a href=”mailto:kr1ss1@hotmail.com“>E-Mail</a>
Admin á <a href=”http://www.hugi.is/korfubolti">körfubolta</a></