sko…
1. Já! Liðin blokka 8 liðsmenn og Bobcats munu ekki geta valið þá sem hafa verið blokkaðir. Þeir geta hinsvegar valið 12 (held ég) leikmenn úr restinni af leikmönnunum. Síðan fá þeir 4. valdrátt í nýliðavalinu.
2. Eins og þú bendir á verður Emeka Okafor í valinu og mér finnst mjög líklegt að hann verði valinn fyrstur, sérstaklega ef annaðhvort Magic eða Wizards fá fyrsta valdrátt.
Aðrir sem munu verða framarlega eru t.d. liðsfélagarnir Dwight Howard og Josh Smith. Þeir eru meðal bestu miðskólaleikmanna í dag og spila báðir með Oak Hill Academy. Ben Gordon, samherji Okafor mun verða framarlega eftir frammistöðu hans í úrslitakeppninni. Lettinn Andris Biedrins mun verða framarlega ef hann ákveður að fara í valið. Devin Harris leikmaður Wisconsin verður í einu af 10 efstu.
Síðan munu þeir Hakim Warrick, Sebastian Telfair, Josh Childress, Rafael Araujo og rússinn Ivan Chiriaev sem er 7-1 og spilar þrist örugglega enda framarlega.
3.
26. Maí verður dregið um hvaða lið fær fyrsta valdrátt o.s.frv. Það fer þannig fram að þúsund kúlur með nöfnum liðanna eru í pottinum.
Vegna þess að Orlando endaði með versta árangurinn :( eru 250 kúlur merktar þeim og þess vegna 1 á móti 4 að þeir fái fyrsta valdrátt. Næst kemur Chicago með 200 eða 1 á móti 5 og þannig gengur það áfram þangað til það er komið að Utah, seinasta liðinu sem komst ekki í Playoffs og þeir eru með 5 á móti 1000.
Reyndar er þetta einhverra hluta vegna haft þannig að Orlando getur ekki endað neðar en með 4. valdrátt.
Síðan er eins og sést á Phoenix síðunni sjálft nýliðavalið haldið mánuði síðar. Það er til þess að liðin geti byrjað að hafa samband við og semja við leikmennina sem þeir hafa augastað á áður en þeir velja þá.
Vona að þetta hafi útskýrt þetta fyrir þér…<br><br>______________________________________________
<b><font color=“#000080”>Kristján S</font>
<a href="
http://www.hugi.is/stjornendur/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=SirK“>Skilaboð</a> - <a href=”mailto:kr1ss1@hotmail.com“>E-Mail</a>
Admin á <a href=”
http://www.hugi.is/korfubolti">körfubolta</a></