Denver Nuggets náði í nótt að tryggja sér áttunda og seinasta sætið fyrir úrslitakeppnina. Þeir léku á móti Sacramento sem þurfti einnig að vinna þennan leik en Denver var einfaldlega mun sterkari og vann 97-89. Hjá Denver var Andre Miller með 21 stig og Marcus Camby með 12 stig, 21 frákast og 5 varin. Carmelo var með 17 stig en hitti illa, 7-25.
Peja var bestur í slöppu liði Sacramento með 20 stig og 6 fráköst.

Spurs tók á móti Blazers og vann þann leik 78-66. Núna stendur baráttan á milli þeirra og Minnesota um 1. sætið í vesturdeildinni, en Minnesota vann í nótt Utah Jazz 104-90.
Á morgun mun þetta ráðast. Minnesota fer til Memphis og Spurs taka á móti Denver. Minnesota er búið að vinna 1 leik meir heldur en Spurs þannig að eini möguleiki Spurs er að þeir vinni Denver og Minnesota tapi.
Þá yrðu liðin jöfn og það þyrfti að líta á innbyrðis viðureignir. Þar er staðan líka jöfn, bæði lið búin að vinna 2 leiki en Spurs er með 10+ í nettó svo að þeir myndu vinna deildina.
_______________________________________________

Það voru fleiri merkileg úrsli í nótt, eftir að hafa tapað 13 leikjum í röð vann Magic loksins leik en þeir voru að spila á móti Chicago Bulls. Leikurinn endaði 93-84 og var sigurinn aldrei í hættu. Juwan Howard átti sinn besta leik í vetur, var með 38 stig en samt var Marcus Fizer að spila betur. Hann var með 30 stig (jöfnun persónulegs mets) og 20 fráköst (persónulegt met).
Þetta er nokkuð merkilegur árangur vegna þess að hann var í fyrsta sinn að spila í byrjunarliðinu í vetur.

Hawks vann Nets stórt 129-107 og Bob Sura náði sinni þriðju þreföldu tvennu… Í RÖÐ! Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan Grant Hill náði þeim árangri í apríl 1997. Sura var með 22 stig 10 fráköst og 11 stoðsendingar.
Jason Terry spilaði líka vel, 30 stig og 6-8 í þriggja.

Aðrir leikir í nótt enduðu svona:

Houston vann Seattle 111-107
Detroit vann Washington 101-79
Indiana vann Sixers 107-93
Miami vann Celtics 84-77
Cleveland vann Milwaukee 93-89
New York vann New Orleans 101-97


<br><br>______________________________________________
<b><font color=“#000080”>Kristján S</font>
<a href="http://www.hugi.is/stjornendur/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=SirK“>Skilaboð</a> - <a href=”mailto:kr1ss1@hotmail.com“>E-Mail</a>
Admin á <a href=”http://www.hugi.is/korfubolti">körfubolta</a></