já eiga flest liðin bara 3 leiki eftir og svo skellur á úrslitakeppnin sem verður vægast sagt spennandi í ár eins og seinustu ár.
Núna er mest spennan fyrir úrslita keppnina í vesturdeildinni þar sem Denver (8.sæti) Utha (9.sæti) og Portland(10.sæti) eru öll jöfn með 41 sigur og 38 töp, en aðeins eitt sæti eftir í úrslitakeppnina!!!
Svona til að gera þetta ennþá meira spennandi mætast Denver og Portland í nótt og Utah mæti Houston sem er í 7. sæti!! ef ég á að segja eins og er þá held ég að þetta gæti ekki verið meira spenanndi
Svo eiga öll þessi lið leik á mánudaginn og ekki á móti neinu gríni.
Denver mætir Kings sem eru í 2. sæti í vesturdeildinni
Utah mæta Minnesota sem er með næst besta sigurhlutfallið í deildinni og í fyrsta sæti í vesturdeildinni.
Og svo að lokum eiga Portland leik á móti SA spurs sem er í 4 sæti í vesturdeildinni.
Eftir þessa upptalningu eiga þess lið einn leik eftir.
Nu svona til að sýna fram á hvaða lið á mestann séns á að komast í úrslitakeppnina þá eru þetta lokaleikirnir:
14 Apríl : portland vs. Lakers, Utah vs. Phoenix og Denver vs. San Antonio.
Þegar ég skoða þetta þá get ég hreinlega ekki ákveðið hvaða lið mér finnst eiga mesta möguleika á þvi að komast áfram, þetta er alveg ótrúlega spennandi, sérstaklega fyrir þá sem hafa verið að fylgjast með þessum liðum.
er það ekki svon innbirgðist viðureignir sem telja ef það verður jafnt. hvað finnst ykkur!?Ð!?!
HVER FER ÁFRAM???