New York, Milwaukee og Atlanta skiptu á leikmönnum í kvöld!
New York sendir Keith Van Horn til Bucks og Doleac til Atlanta.
Milwaukee sendir Tim Tomas til New York og Joel Przibilla til Atlanta.
Atlanta sendir Nazr Mohammed til NY.
Þetta finnst mér svoldið skemmtilegt trade, Isiah er búinn að gera Knicks að svörtu liði :) og fljótara, en um leið meðan Allan Houston er meiddur er liðið búið að missa góðann skotmann, reyndar er Tim Thomas ágætis skytta.
Milwaukee tapar svo sem ekki miklu, Tim Thomas er búinn að vera að kvarta mikið útaf George Karl, og fá ágætis player í KVH.
Atlanta er bara í þessum sömu hugleiðingum að rústa liðinu af einhverjum ástæðum, varla getur verið spennandi að kaupa lið sem getur ekki neittttttt! :)
Allavega verður spennandi að fylgjast með Knicks í úrslitakeppninni, þeir geta alveg náð langt, manni er farið að langa að sjá þá í beinni, efast samt um að það gerist, nema að Dallas sé á leiðinni í stóra eplið einhvern sunnudaginn.