Okey, ég ætla að fara yfir hvern flokk, þetta eru þeir leikmenn sem ég hef spilað á móti og veit að eru góðir. Það eru örugglega fullt af öðrum efnilegum sem ég er að gleyma.
8. fl kk
Þeir sem ég veit um þar eru Örn í Haukum, hann er 194 og hefur klassa post up hreyfingar miðað við 8. bekking. Síðan er Hjörtur (held ég að hann heiti) í Breiðablik, mjög góður og fjölhæfur leikmaður.
9. fl kk
Þar eru þeir Hjörtur í Njarðvík og Sindri risi í fjölni held ég bestir. Hjörtur er fáránlega góður og ef hann heldur áfram gæti hann orðið einn af þeim bestu á landinu. Ég held að Sindri sé búinn að ná 2 metrum og hann er örugglega yfir 90 kíló. Hann hefur bætt sig rosalega á seinustu árum og mun verða góður.
10. fl kk
Þar eru það náttúrulega fjölnir með þá Emil og Hössa, báðir frábærir leikmenn. Síðan er Brynjar í KR líka ótrúlega góður, KR er ekki með 10 flokk en Brynjar er lykilmaður bæði í 11. og drengjaflokk. Sigurður í KFÍ er líka góður center. Hann er að fá að spila með meistaraflokk og er góður í drengjaflokk.
11. fl kk
Veit lítið um þennan flokk þar sem haukar spila ekki í honum, en Brynjar Kristófers er víst mjög góður. Síðan er Elvar í Haukum líka góður. Hann er bara að spila með drengja og er að skora oft í kringum 20 stig þar. Síðan er nr 10 (held ég) í þór góður, þarna centerinn hjá þeim.
Drengjaflokkur
Jói í Njarðvík, núna í USA, er fáránlega góður, sá besti sem ég hef spilað á móti. Hann verður pottþétt landsliðsmaður ef hann heldur svona áfram. Maggi í fjölni er líka rosalegur. Í bikarúrslitunum þegar hann var í 9. eða 10.flokk skoraði hann 50 stig og var með 100% nýtingu, eða svo segir sagan…
Ég veit ekki mikið um kvennaflokkana en þær efnilegustu eru held ég Helena og Pálína í haukum, María Ben í Kef og Petrúnella í grindavík.