Eftir að hafa tapað 5 leikjum í röð (og reyndar unnið þann síðasta) hefur Byron Scott verið rekinn. Lawrence Frank, fyrrverandi aðstoðarþjálfari þeirra mun taka við af honum og þjálfa þá a.m.k. það sem eftir er af tímabilinu. Nets hefur verið að spila mjög illa í seinustu leikjum og eftir 21 stigs tap á móti Miami Heat hefur örugglega hitnað verulega undir Scott.
Ég veit ekki mikið um þennan Lawrence Frank nema það að hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Nets frá 2000-01 og þar áður var hann hjá Vancouver Grizzlies. Rod Thorn framkvæmdarstjóri Nets ber honum vel söguna og segist treysta honum 100% og býst góðum árangri undir stjórn hans.
Þessi vika hefur verið merkileg hjá Nets en auk þess að þeir eru komnir með nýjan þjálfara hefur rapparinn Jay-Z keypt liðið og það er endanlega búið að ákveða að færa liðið til Brooklyn, New York.