Hinn fertugi rumur Charles Oakley er að fara að byrja aftur.
Hann hætti í fyrra eftir 18 ár í deildinni en virðist ekki geta slitið sig frá því að í viðtali við Chicago Sun Times sagði hann að hann myndi líklegast koma aftur í deildina innan tveggja vikna. Toronto Raptors hafa einhvern áhuga fyrir honum og svo segir hann að Houston Rockets og Lakers hafi haft samband við hann.
Persónulega skil ég ekki hvað fær lið til að langa í hann, nema þá sem þjálfara. Hann átti jú mjög góðan feril og var einn af bestu varnarmönnunum lengi vel, en í fyrra spilaði hann 42 leiki og var með 1,8 stig og 2,5 fráköst.
Af hverju er hann ekki bara gerður að varnarleiks þjálfara, liðin græða lítið á því að hafa hann í leikmannahópnum.