AIthatsme: Ég var ekkert að gera lítið úr Tindastól ef þú hefur tekið því þannig. Ég var aðeins að benda á þessa staðreynd enda eru lið venjulega ekki með svona stóran leikmannahóp. Að 14 íslendingar hafa spilað sýnir það t.d. að Tindastóll hefur góða breidd og stóran og sterkan hóp sem er ekkert nema gott. Hins vegar finnst mér of mikið af hafa 3 kana í liði, sem reyndar fleiri lið hafa haft, sb. Snæfell og KFÍ. Mér finnst eins og þetta var áður, 1 kana og 1 innan ESB á lið vera fínt því að svona kanafjöldi minnkar mínútufrnar hjá íslendingum sem leiðir líklegast til hægari framþróunar á íslenskum bolta, eða það er allavega mín skoðun.