Mike D'Antoni þjálfari Phoenix Suns virðist treysta brasilíska nýliðanum Leandro Barbosa betur heldur en Howard Eisley. Eftir að Stephon Marbury fór til NY var talið að Eisley, sem kom með í skiptunum, myndi taka við PG byrjunarliðsstöðunni en svo virðist ekki vera.
SA Spurs völdu Barbosa í nýliðavalinu en var strax skipt til suns fyrir valkost í nýliðavalinu 2004.
Síðan Marbury fór hefur Barbosa byrjað alla leikina í byrjunarliðinu. Hann hefur staðið sig mjög vel eftir að hann fór í byrjunarliðið og er núna með 14,5 stig, 3,8 stoðsendingar og 1,5 stl. bolta þegar hann hefur byrjað inn á.