Það er rosaleg samkeppni í NBA og ótrúlega margir sem hafa komist nálægt því að komast í NBA en síðan ekki náð því. Miklu fleiri leikmenn en sem komast á roster liðanna sem eru í sigtinu hjá hverju NBA liði.
Auðvitað segja þjálfarar liðsins, Nelson feðgar og leikmenn að hann komist í liðið ef hann æfir vel. Varla hefðu þeir sagt að hann ætti ekki sjens því hann er svo lélegur. Aðdáaendur Dallas hafa ekki mikla trú á því að hann tolli í liðinu og er það ekki furða. Það er MJÖG sjaldgæft að leikmenn í NBA þróist á svona löngum tíma og tolli hjá sama liðinu á meðan að þróunartímabilinu stendur. Það er nú samt að færast í vöxt sá hugsunarháttur og gott dæmi er Darko Milicic og nokkrir aðrir. En málið er bara að reglur og háttur NBA er þannig að það bíður ekki upp á svona löng þróunarferli hjá sama liðinu. Hvað gera Dallas ef þeir fá mjög góðan valmöguleika í draftinu eða í Evrópu sem spilar stöðu Jóns? Þeir geta svo auðveldlega sagt upp samningnum hans enda er samningurinn hans ótryggður. Nelson yngri hefur sambönd út um allan heim og hann veit örugglega af þeim strákum sem spila núna á Íslandi og þykja efnilegir.
Ég er samt alls ekki að útiloka eitt né neitt, strákurinn hefur alltaf haft frábært viðhorf til leiksins og mikinn metnað. Þótt þetta mundi kannski ekki ganga hjá Dallas eru mörg önnur lið sem eru orðinn mjög opinn gagnvart erlendum ungum leikmönnum sem mundu glöð taka við Jóni. Aðdáaendur Dallas hafa borið Jón saman við aðra leikmenn sem hafa ekkert spilað með Dallas (t.d. Mark Harrington sem var þar í fyrra) og voru að berjast um að komast í hópinn í fyrra og síðustu ár, þeir segja að Jón sé þarna til að fylla rosterinn og sé þarna auðvitað vegna frábærra hæfileika og möguleika en jafnvel að Dallas mundi henda honum ef þeir standa í einhverjum skiptum. Þegar lið skipta um leikmenn þá er nefnilega oft reynt að láta samninganna jafnast út, þannig að liðin séu ekki að taka við stórum samningum og losna við litla samninga nema þeir geti það (og reyndar þá má Dallas við því, því þeir moldríkir).
En þátturinn var frábær, vonandi gengur þetta hjá Jóni. Það er nú kannski ljótt af mér að líta á slæmu hliðina á þessu máli sem er svona rosalega bjart. Auðvitað er þetta frábært fyrir Jón og fyrir íslenskan körfubolta. Það skiptir langmestu máli.