Það var gamli jálkurinn Mike Sanders. En hann og Gerald Wilkens (litli bróðir Dominique) skiptu reyndar með sér SF stöðunni. Á þessum tíma var það tíska hjá Cavaliers að meiðast, en ef Sanders var heill þá byrjaði hann ásamt þessum 4 sem þú nefndir. Held nú samt að Wilkens hafi skorað meira og haft meiri áhrif heldur en Sanders. En Wilkens skaut samt óþarflega mikið og vildi svolítið verða stórstjarna enda stóri bróðir að skora 30 stig í leik á þessum tíma og var óumdeild stórstjarna deildarinnar. Gerald Wilkins var svona svipaður og Jeff Malone var og Jalen Rose er í dag, nema ekki alveg eins góður skorari. Ekki of mikill liðspilari.