Baron Davis, New Orleans Hornets, var í gær valinn leikmaður vikunnar í Austurdeildinni. NO Hornets hafa byrjað vel og unnið 3 og tapað 1. Davis skoraði meðal annars 37 stig, 7 stoð og 5 stolnir í sigri á Boston um daginn.
Rashard Lewis, Seattle, var valinn leikmaður vikunnar í gær í Vesturdeildinni. Seattle hefur unnið 2 fyrstu leikina. Lewis skoraði 25 stig í fyrsta leiknum og setti persónulegt met með 50 stigum í öðrum leiknum.
Aðrir sem komu til greina: Vin Baker, Tyson Chandler, Ben Wallace, Al Harrington, Karl Malone and Gary Payton, Kevin Garnett, Jason Kidd, Allen Iverson, Stephon Marbury, Vince Carter og eini nýliðinn sem koma til greina, Jarvis Hayes hjá Washington.
Persónulega hefði ég valið Baron Davis í Austurdeildinni. Síðan hefði ég annaðhvort valið Rashard Lewis eða Malone og Payton. Lewis er bara dæmdur af 2 leikjum svo að það skemmir svolítið fyrir honum, en 50 stiga leikur er auðvitað enginn barnaleikur. En mér finnst byrjun Lakers vera frábær og þar eru Malone og Payton að leiða liðið.