Það skiptir litlu máli hvort maður viti mikið um körfubolta til að vera admin hérna held ég.
Ég hef varla tíma til að vera admin, en hinsvegar þá vinn ég oftast á tölvunni þannig að ég er alltaf stutt frá tölvum. Þess vegna næ ég líka að kíkja nokkuð oft hingað sem er vissulega mikill kostur. Mér sýnist að hin eina sanna geit (goat) sé upptekinn oftast frá 8-14,15, sennilega í skólanum eða eitthvað álíka. Þá væri frábært að hafa 1,2 eða 3 admin til viðbótar við hann sem gætu hleypt hinn greinum og þessháttar á meðan. Það mundi ganga miklu hraðar.
Annars ef einhver hefur áhuga, viljann og tímann, þá mundi maður halda að sá væri tilvalinn sem admin. Held að admin hérna gætu alveg verið 3 eða 4. Miðað við önnur íþróttaáhugamál þá er það alveg raunhæft og þá væri MIKLU betra flæði, fleiri hugmyndir og allt gengi margfalt hraðar.
Mér finnst að goat ætti að reyna að fá 2 eða 3 til viðbótar. Ég er allaveganna tilbúinn til þess, en helst ef við fáum einn til viðbótar sem hefur tíma til og áhugann. Er einhver annar sem sem er tilbúinn?
Sjáið t.d. hokkí áhugamálið, þar eru 3 admin og þar er líka FULLT að gerast. Það eru meira að segja 4 admin í ítalska boltanum og 2 í litbolta!