Útlendingar í Intersport deildinni...
Það vakti mikla athygli mína um daginn þegar ég sá mynd af fulltrúum allra liða í Intersport deildinni í Morgunblaðinu að 2/3 af þeim voru erlendir leikmenn. Þá fór ég að hugsa um að okkar deild hlyti að vera mjög slök víst við þyrftum alla þessa útlendinga og þar sem aðeins tveir okkar leikmanna hafa komist í NBA. Maður er næstum því farinn að halda að við bara getum ekkert í körfu, en þó eru hin Norðurlöndin ekki sterkari. Hins vegar hafa komið góðir leikmenn á síðustu árum eins og Jón Arnór (KR), Logi (Njarðvík) og e.t.v. Helgi Már (KR). Ég vona bara að það komi fleiri svona dæmi á næstu 5-7 árum.