Hann er vissulega hægari og líkaminn ræður ekki við meira en 25 mín í leik í mesta lagi. Aftur á móti þá hefur hann ekkert minnkað, hann er ennþá sami risinn með þessar löngu hendur. Hann á eftir að styrkja Knicks verulega í vörninni og fráköstunum. Sérstaklega núna þar sem þeir hafa misst Sprewell og fengið Keith Van Horn. Það er heldur ekkert búist við því í Austurdeildinni að þú sért með sterka menn undir körfunni.
Líklegast mun Mutombo splitta center stöðunni með Kurt Thomas, sem er gjörsamlega enginn center, frekar PF. New York eiga núna möguleika á að leika sér svolítið með byrjunarliðið. Þeir eru núna nefnilega komnir með góða breidd og marga möguleika (sérstaklega gott þar sem sumir þarna meiðast eins og þeir fái borgað fyrir það). Þeir eru bara með alltof óafgerandi leikmenn fyrir utan Allan Houston. Ég sé þá ekki komast í playoffs.